Selur skó úr hvalsforhúð á 190 þúsund krónur parið 16. desember 2010 10:00 Hönnuðurinn Sruli Recht er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir og hafa skórnir úr hvalsforhúð vakið athygli. Fréttablaðið/gva Hönnuðurinn Sruli Recht vekur jafnan athygli fyrir verk sín. Fyrir skemmstu vakti regnhlíf hans deilur og nú eru erlendir fjölmiðlar áhugasamir um skó sem hann framleiðir úr hvalaforhúð. „Skórnir hafa vakið mikla ahygli í erlendu pressunni enda hafa ekki margir nýtt sér þennan óvanalega efnivið í hönnun. Um daginn hafði til dæmis prófessor frá Bretlandi samband við mig og vildi fá að nota myndir af skónum í fyrirlestri,“ segir Sruli Recht hönnuður um skó sem hann hannar úr hvalsforhúð. Hann bætir við að ekki sé aðalatriði að selja skóna því ef hönnunin nái athygli sé tilganginum náð. „Við hönnuðir erum eins og skemmtikraftar og okkar hlutverk er að koma fólki á óvart. Maður er alltaf að leita að einhverju sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Sruli um hvalsforhúðarskóna. Ekki var auðvelt verk að koma þeim í framleiðslu því það kostaði mikla rannsóknarvinnu og fyrirhöfn að nálgast hvalsreðra. „Margir póstar og símtöl fóru fram og til baka þangað til ég fékk að lokum fullan kassa af frosnum hvalsreðrum sendan. Þá byrjaði ég að vinna leðrið í samvinnu við skósmið í Ástralíu. Forhúðin á hvölum er eina efnið á þeim sem hægt er að nota. Það er hægt að teygja hana og vinna eins og leður. Önnur húð á hvölum er eins og himnan á augum sem springur þegar hún þornar,“ segir Sruli en liturinn á skónum er náttúrulegur litur hvalsforhúðar. En eru skórnir vinsælir? „Já, ég hef selt nokkur pör og á smá lager sem hægt er að nálgast í netbúðinni minni,“ segir Sruli. Skórnir eru ekki ódýrir því parið kostar 1.200 evrur, eða tæpar 190.000 íslenskar krónur á núverandi gengi. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Hönnuðurinn Sruli Recht vekur jafnan athygli fyrir verk sín. Fyrir skemmstu vakti regnhlíf hans deilur og nú eru erlendir fjölmiðlar áhugasamir um skó sem hann framleiðir úr hvalaforhúð. „Skórnir hafa vakið mikla ahygli í erlendu pressunni enda hafa ekki margir nýtt sér þennan óvanalega efnivið í hönnun. Um daginn hafði til dæmis prófessor frá Bretlandi samband við mig og vildi fá að nota myndir af skónum í fyrirlestri,“ segir Sruli Recht hönnuður um skó sem hann hannar úr hvalsforhúð. Hann bætir við að ekki sé aðalatriði að selja skóna því ef hönnunin nái athygli sé tilganginum náð. „Við hönnuðir erum eins og skemmtikraftar og okkar hlutverk er að koma fólki á óvart. Maður er alltaf að leita að einhverju sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Sruli um hvalsforhúðarskóna. Ekki var auðvelt verk að koma þeim í framleiðslu því það kostaði mikla rannsóknarvinnu og fyrirhöfn að nálgast hvalsreðra. „Margir póstar og símtöl fóru fram og til baka þangað til ég fékk að lokum fullan kassa af frosnum hvalsreðrum sendan. Þá byrjaði ég að vinna leðrið í samvinnu við skósmið í Ástralíu. Forhúðin á hvölum er eina efnið á þeim sem hægt er að nota. Það er hægt að teygja hana og vinna eins og leður. Önnur húð á hvölum er eins og himnan á augum sem springur þegar hún þornar,“ segir Sruli en liturinn á skónum er náttúrulegur litur hvalsforhúðar. En eru skórnir vinsælir? „Já, ég hef selt nokkur pör og á smá lager sem hægt er að nálgast í netbúðinni minni,“ segir Sruli. Skórnir eru ekki ódýrir því parið kostar 1.200 evrur, eða tæpar 190.000 íslenskar krónur á núverandi gengi. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira