Lífið

Bloom í Hobbitanum

orlando bloom Sagður í viðræðum um að leika í Hobbitanum.
orlando bloom Sagður í viðræðum um að leika í Hobbitanum.
Leikarinn Orlando Bloom er sagður í viðræðum um að leika í Hobbitanum. Stutt er síðan Cate Blanchett ákvað að leika álfadrottninguna Galadriel í myndinni og nú virðist Bloom ætla að feta í fótspor hennar. Bloom lék álfastríðsmanninn Legolas í The Lord of the Rings og mun hann endurtaka hlutverk sitt, þrátt fyrir að persónan komi ekki við sögu í bókinni Hobbitanum eftir Tolkien. Tökur á Hobbitamyndunum tveimur hefjast á Nýja-Sjálandi í febrúar. Fyrri myndin er væntanleg í kvikmyndahús árið 2012 og sú síðari árið eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.