Lífið

Okkar eigin Osló - Frumsýning á Vísi

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr rómantísku gamanmyndinni Okkar eigin Osló sem verður frumsýnd í febrúar 2011.

Landslið grínara, úrvalsleikara og kvikmyndagerðarmanna taka saman höndum í Okkar eigin Osló. Reynir Lyngdal leikstýrir henni eftir handriti Þorsteins Guðmundssonar fóstbróðurs með meiru.

Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Guðmundsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Laddi, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Valgeir H. Skagfjörð, að ógleymdum Ara Eldjárn og Steinda Jr. Helgi Svavar Helgason semur tónlist.

Myndin gerist í Osló, í sumarhúsahverfi við Þingvallavatn og í Reykjavík.

Fylgst er með tveimur gerólíkum manneskjum gera tilraun til þess að stofna til náinna kynna; Haraldi (Þorsteinn Guðmundsson) verkfræðingi hjá Marel og Vilborgu (Brynhildur Guðjónsdóttir), bankastarfsmanni og einstæðri móður .

„Haraldur og Vilborg eru fólk sem við þekkjum öll. Þau hafa sína yndislegu kosti og hræðilegu galla. Þau taka misgáfulegar ákvarðanir, eru oft á tíðum óheppin og klaufaleg í samskiptum en einnig leidd áfram af þrá sem við þekkjum öll eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju," segir í lýsingu myndarinnar.

Kíkið einnig á Facebook-síðu Okkar eigin Osló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.