Lífið

Hjaltalín í fjórða sæti hjá Clash

Hljómsveitin er í fjórða sæti yfir bestu nýliða ársins 2010.
Hljómsveitin er í fjórða sæti yfir bestu nýliða ársins 2010. Mynd/GVA

Hljómsveitin Hjaltalín er í fjórða sæti yfir bestu nýliða ársins 2010 í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Clash. „Þessi peysuklæddu ungmenni stóðu á krossgötum fyrir nokkrum árum og vissu ekki hvernig þau ættu að ná eyrum útlendinga. Þau réðu hina mögnuðu söngkonu Siggu Thorlacius, fengu strengjasveit lánaða og tóku upp plötuna Terminal," segir í Clash.

„Þar var hugrekkið í fyrirrúmi og oft á tíðum frábært að heyra hvernig sveitin blandar mismunandi stílum saman. Hún getur auðveldlega lagt heiminn að fótum sér í framtíðinni."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.