Enski boltinn

Broughton er bjartsýnn

Eiríkur Stefán ásgeirsson skrifar
Broughton gengur úr dómssalnum í gær.
Broughton gengur úr dómssalnum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, er bjartsýnn á að hægt verði að ganga frá sölu félagsins þrátt fyrir lögbannskröfu eigendanna Hicks og Gillett.

Í gær úrskurðaði dómstóll í Bretlandi að sala Liverpool til bandaríska eignarhaldsfélagsins NESV væri lögleg, þó svo að hún væri í óþökk eigendanna Tom Hicks og George Gillett.

Þeir Hicks og Gillett fengu stuttu síðar dómstól í Texas-fylki í Bandaríkjunum til að setja lögbann á söluna.

Broughton segir að Hicks og Gillett séu að reyna öll möguleg úrræði til að koma í veg fyrir söluna.

„Ég er alltaf bjartsýnn og þið verðið að halda í vonina," sagði Broughton í samtali við enska fjölmiðla í dag. „Ég hef þó ekkert meira heyrt af þessu en sem komið er."

Talið er að stjórn Liverpool muni í dag reyna að fá lögbanninu hnekkt svo að hægt verði að ganga frá sölunni.




Tengdar fréttir

NESV sagt reiðubúið að bíða eftir Liverpool

NESV, eignarhaldsfélagið sem hefur hug á að festa kaup á Liverpool, er sagt reiðubúið að bíða á meðan verið er að greiða úr lagaflækjum er varðar sölu þess.

Salan á Liverpool að snúast upp í skrípaleik

George Gillett og Tom Hicks, núverandi eigendur Liverpool, ætla ekki að gefa félagið eftir baráttulaust. Í kvöld náðu þeir stöðva söluna á félaginu í bili.

Stjórn Liverpool hittist í kvöld og fer yfir öll tilboð

Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, hefur gefið það út að það verður stjórnarfundur hjá Liverpol í kvöld þar sem að þeir ætli að fara yfir öll tilboð í félagið. Salan á félaginu til eigenda bandaríska hafnarboltafélagsins Boston Red Sox er því í uppnámi þrátt fyrir að hún hafi fengið grænt ljós fyrir dómstólum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×