Enski boltinn

Salan á Liverpool að snúast upp í skrípaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

George Gillett og Tom Hicks, núverandi eigendur Liverpool, ætla ekki að gefa félagið eftir baráttulaust. Í kvöld náðu þeir stöðva söluna á félaginu í bili.

Krafan kemur frá dómstóli í Texas í Bandaríkjunum en málið er heldur betur að verða skrautlegt.

Þeir Gillett og Hicks vilja meina að 300 milljón punda salan á félaginu sé svikamylla og krefjast hárra skaðabóta. Nánar tiltekið einn milljarð punda.

Verður áhugavert að sjá hvað gerist í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×