Enski boltinn

Stjórn Liverpool: Aðgerð Gillett og Hicks skaðar félagið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stjórn Liverpool var snögg að svara lögbanninu sem núverandi eigendur Liverpool, George Gillett og Tom Hicks, fengu á sölu félagsins í kvöld í gegnum dómstól í Texas.

Stjórnin segir að aðgerð þeirra Gillett og Hicks sé óábyrg og skaði þess utan félagið.

Gillett og Hicks segja að verið sé að brjóta gróflega á þeim og vilja meira en milljarð punda í skaðabætur.

Í morgun dæmdi breskur dómstóll söluna á félaginu löglega og snemma í kvöld leit út fyrir að Bandaríkjamaðurinn John Henry myndi eignast félagið áður en kvöldið endaði.

Af því varð ekki og salan er því í algjöru uppnámi sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×