Enski boltinn

Eigendur Liverpool töpuðu málinu - salan er lögleg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Hæsti réttur hefur dæmt í máli Liverpool og komst að þeirri niðurstöðu að sala félagsins til eigenda bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Sox hafi verið lögleg.

Eigendur Liverpool, Tom Hicks og George Gillett, reyndu að stoppa söluna en gátu ekki samkvæmt ákvörðun dómarans staðið í vegi fyrir meirihluta ákvörðun stjórnarinnar.

Hicks og Gillett vildu fá meiri pening fyrir félagið og héldu því fram að það hafi verið selt fyrir útsölupening en eigendur Boston Red Sox keyptu félagið á 300 milljónir punda.

Það fellur stórt lán á Liverpool á föstudaginn og takist ekki að ganga frá sölu félagsins fyrir þann tíma þá þarf félagið að fara í greiðslustöðvun og myndi þá tapa níu stigum. Þessi niðurstaða ætti að auka líkurnar að félaginu verði bjargað frá gjaldþroti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×