Innlent

Rætt um að verðtryggja framlögin

Alþingi Rætt hefur verið um að verðtryggja þær 300 þúsund krónur sem flokkarnir mega fá. fréttablað/GVA
Alþingi Rætt hefur verið um að verðtryggja þær 300 þúsund krónur sem flokkarnir mega fá. fréttablað/GVA

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa rætt um að verðtryggja þær 300.000 krónur sem flokkarnir mega nú fá í hámarksframlög. Upphæðin hækki því í tímans rás í takt við almennt verðlag.

Þetta hefur samkvæmt heimildum blaðsins verið rætt í nefnd sem forsætisráðherra skipaði í fyrra til að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka, sem sett voru í desember 2006.

Samkvæmt lögunum mega fyrirtæki og einstaklingar ekki greiða meira til stjórnmálaflokka en sem nemur 300.000 krónum. Innan nefndarinnar þykir þessi upphæð hafa rýrnað talsvert að raunvirði síðan 2006. Því megi skoða verðtryggingu.

Annað sem nefndarmenn hafa rætt eru athugasemdir frá GRECO, samtökum ríkja gegn spillingu, en samtökin vilja meðal annars að lögin nái yfir frambjóðendur í forsetakjöri.

Þá telur GRECO að eðlilegt gæti verið að lækka þá fjárhæð sem einstaklingar geta lagt fram í nafnleynd, en hún er nú hámarksfjárhæðin, 300.000.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×