Enski boltinn

Cardiff á toppnum en ætlar samt að styrkja sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dave Jones í faðmlögum. Hann heldur um stjórnartaumana hjá toppliði ensku B-deildarinnar.
Dave Jones í faðmlögum. Hann heldur um stjórnartaumana hjá toppliði ensku B-deildarinnar.

Það eru ágætis líkur á því að á næsta vetri verði lið frá Wales að spila í ensku úrvalsdeildinni. Cardiff, sem staðsett í samnefndri höfuðborg Wales, trónir nú á toppi ensku Championship-deildarinnar.

Íbúafjöldinn í Cardiff er á við höfðatöluna á Íslandi og hefur öllu verið tjaldað til að liðið spili í deild þeirra bestu. Miklum fjármunum hefur verið varið síðustu ár svo liðið komist upp og eru stjórnarmenn félagsins síður en svo búnir að loka veskinu.

„Við erum með mikla breidd og hörkulið. En við erum alltaf opnir fyrir því að gera liðið enn betra. Janúar er ekki undantekning á því," segir Dave Jones, knattspyrnustjóri Cardiff.

„Við erum algjörlega meðvitaðir um að þessi deild er feykilega erfið. Hún er eins og marghyrningur og nákvæmlega allt getur gerst. Þó staðan sé góð núna þá erum við á tánum og vitum að úrslitin eru hvergi nærri ráðin."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×