Fótbolti

Cacau spilar ekki gegn Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cacau getur leikið við ljónin í dag.
Cacau getur leikið við ljónin í dag.

Framherjinn Cacau getur ekki leikið með Þjóðverjum gegn Englendingum í dag vegna meiðsla. Hann kom við sögu í öllum leikjum Þjóðverja í riðlakeppninni en varð síðan fyrir því óláni að togna á æfingu.

"Meiðslin eru það slæm að hann getur aldrei spilað gegn Englandi. Við erum að vinna í því að hafa hann kláran fyrir næsta leik þar á eftir," sagði Oliver Bierhoff sem er að vinna með þýska landsliðinu.

Bastian Schweinsteiger og Jerome Boateng eru einnig tæpir en Þjóðverjar búast samt við þeim báðum í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×