Fótbolti

Capello boðið að skrifa bók um HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello á hliðarlínunni á HM.
Fabio Capello á hliðarlínunni á HM. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt enskum fjölmiðlum stóð Fabio Capello til boða að skrifa bók um reynslu hans af HM í Suður-Afríku með enska landsliðinu.

Capello mun hafa hafnað þessu boði umsvifalaust þó svo að honum hafi verið boðin ein milljón punda fyrir.

Það var bandaríski umboðsmaðurinn Charlie Stillitano sem mun hafa rætt við Capello um þetta en hann á marga þekkta skjólstæðinga, svo sem Tom Cruise, Brad Pitt og George Clooney auk þeirra Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho.

Stillitano bað Capello um að hugsa um málið á meðan keppninni stæði en eftir að England féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar eru líkurnar á því að hann muni þekkjast boðið taldar enn minni en áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×