Það var sorg meðal leikmanna og áhorfenda leiks Frakklands og Suður-Afríku á Free State-leikvanginum í Bloemfontein á HM í dag.
Þrátt fyrir sigur heimamanna á Frökkum, 2-1, féllu bæði lið úr keppni og mátti sjá vonbrigðin á andlitum margra eftir leikinn.
Úrúgvæ vann Mexíkó í hinum leiknum í lokaumferð A-riðils en bæði þessi lið komust áfram í 16-liða úrslitin.