Lífið

Þreytt á slúðrinu

Kourtney Kardashian er þreytt á slúðursögum um hana og kærastann. nordicphotos/getty
Kourtney Kardashian er þreytt á slúðursögum um hana og kærastann. nordicphotos/getty
Kourtney Kardashian er sögð miður sín vegna orðróms um að unnusti hennar, Scott Disick, sé samkynhneigður og hrífist af klæðskiptingum.

„Hún er búin að fá sig fullsadda á öllum þessum slúðursögum um samband þeirra Scotts og hún meira en nóg af öllu því ljóta sem sagt er um Scott á netinu," var haft eftir vini raunveruleikastjörnunnar.

„Kourtney finnst sem þau Scott séu stanslaust að takast á við ný vandamál og hún er uppgefin. Hana langar í góðan mann sem mun passa upp á hana og barnið. Kourtney veit að Scott er ekki samkynhneigður en hún á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af svona slúðri," sagði vinurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.