Lífið

Ekkert bótox

Carey Mulligan neitaði að fá sér bótox við hrukkum í kringum augun.
Nordicphotos/getty
Carey Mulligan neitaði að fá sér bótox við hrukkum í kringum augun. Nordicphotos/getty
Carey Mulligan fékk eitt sinn þær ráðleggingar frá húðlækni sínum að hún ætti að fá sér bótox til að fjarlægja hrukkur í kringum augun. Mulligan hefur leikið í kvikmyndum á borð við An Education og Wall Street: Money Never Sleeps.

„Ég spurði hann hvað ég gæti gert við línur sem höfðu myndast í kringum augun og hann ráðlagði mér að fá mér bótox. Ég varð mjög hissa, sem leikkona skiptir mestu máli að geta sýnt svipbrigði, það getur maður ekki gert eftir bótox. Aðeins í Los Angeles mundi læknir mæla með slíkri aðgerð við 25 ára gamla manneskju,“ sagði leikkonan sem viðurkennir jafnframt að henni finnist hún sjaldan kynþokkafull á rauða dreglinum. „Ég er frekar þessi skynsama týpa. Mér þætti skrítið að klæðast flegnum fötum.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.