Hæstiréttur dæmdi rangt í launamálum 14. júní 2010 02:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins er ekki hægt að skilja gamlar launaskuldbindingar eftir á gamalli kennitölu, þegar nýtt fyrirtæki er stofnað. fréttablaðið/valli Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blaðbera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til héraðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launaskuldbindingar. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskipun Evrópusambandsins frá 2001, en þar er réttur launafólks tryggður í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda launþegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofnunarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is stefán már stefánsson Tengdar fréttir Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blaðbera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til héraðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launaskuldbindingar. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskipun Evrópusambandsins frá 2001, en þar er réttur launafólks tryggður í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda launþegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofnunarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is stefán már stefánsson
Tengdar fréttir Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30