Enski boltinn

Nicolas Anelka: Grant leit niður á mig þegar hann var hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolas Anelka og Avram Grant eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2008.
Nicolas Anelka og Avram Grant eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2008. Mynd/Getty Images

Nicolas Anelka, framherji Chelsea, kvartar undan framkomu Avram Grant við sig í nýrri bók sem hann gefur út á morgun. Þessir kappast mætast einmitt í dag í enska bikarúrslitaleiknum á Wembley.

The Sun hefur komist yfir bókina og segir frá innihaldi hennar í dag. „Grant leit niður á mig þegar hann var hjá Chelsea. Það var eins og ég ætti að vera þakklátur fyrir að vera þarna og ætti ekki að biðja um neitt meira," sagði Anelka og segir að framkoman hafi rænt hann sjálftraustinu.

„Ég er mikil tilfinningavera og Grant hafði enga trú á mér," sagði Anelka og hann kennir meira segja Grant um það þegar hann klikkaði á víti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Í úrslitaleik meistaradeildarinnar 2008 á móti Manchester United þá henti Grant mér inn á án þess að gefa mér neina viðvörun," sagði Anelka og bætti við:

„Það fór svo að lokum að ég klikkaði á mínu víti í vítakeppninni þegar Edwin van der Sar varð frá mér. Það er leiðinlegt að segja þetta en ég vissi að ég myndi klikka á vítinu," sagði Anelka sem hefur skoraði 40 mörk í 77 leikjum í öllum keppnum síðustu tvö tímabil en gerði aðeins 2 mörk í 24 leikjum þetta umrædda tímabil þegar Grant tók við liðinu af Mourinho.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×