Brasilíumenn kvöddu Suður-Afríku með tárum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. júlí 2010 06:30 AFP Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri, þar sem Maarten Stekelenburg varði meðal annars stórkostlega, náðu Brassar ekki að bæta við. Og það reyndist þeim dýrkeypt. Felipe Melo var skúrkurinn, hann byrjaði á því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Wesley Sneijder sem jafnaði leikinn fyrir Holland. Næst átti hann að dekka Sneijder í horni þar sem Hollendingurinn stangaði boltann inn eftir flotta útfærslu. Hann kórónaði svo ömurlegan leik sinn með því að traðka viljandi á Arjen Robben og fékk fyrir vikið rautt spjald. Hollendingar voru miklu betri í seinni hálfleiknum og áttu sigurinn skilinn. Brassarnir voru heillum horfnir og voru aldrei nálægt því að jafna leikinn. Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum. „Í hálfleiknum sögðum við allir við hver annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hver annan," sagði Sneijder. „Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder. Dunga viðurkennir að Brasilíumenn séu slegnir yfir tapinu. „Við erum allir gríðarlega svekktir og við bjuggumst ekki við þessu. Við náðum ekki að halda sama góða leik í seinni hálfleik eins og þeim fyrri," sagði Dunga sem er nú samningslaus og mun að öllum líkindum hætta með liðið. Julio Cesar markmaður var tárvotur í viðtali eftir leikinn. „Þetta er enginn heimsendir. Núna verðum við bara að halda haus. Pressan í Brasilíu var mikil og enginn bjóst við þessum úrslitum," sagði Cesar en margir leikmenn liðsins brustu í grát á vellinum. Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að liðið hefði getað tapað leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum. „Í hálfleik sagði ég við þá að þeir yrðu bara að spila sinn leik. Við urðum svo bara betri og betri eftir að við jöfnuðum," sagði þjálfarinn og sagði svo að Melo myndi skammast sín fyrir frammistöðuna. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri, þar sem Maarten Stekelenburg varði meðal annars stórkostlega, náðu Brassar ekki að bæta við. Og það reyndist þeim dýrkeypt. Felipe Melo var skúrkurinn, hann byrjaði á því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Wesley Sneijder sem jafnaði leikinn fyrir Holland. Næst átti hann að dekka Sneijder í horni þar sem Hollendingurinn stangaði boltann inn eftir flotta útfærslu. Hann kórónaði svo ömurlegan leik sinn með því að traðka viljandi á Arjen Robben og fékk fyrir vikið rautt spjald. Hollendingar voru miklu betri í seinni hálfleiknum og áttu sigurinn skilinn. Brassarnir voru heillum horfnir og voru aldrei nálægt því að jafna leikinn. Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum. „Í hálfleiknum sögðum við allir við hver annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hver annan," sagði Sneijder. „Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder. Dunga viðurkennir að Brasilíumenn séu slegnir yfir tapinu. „Við erum allir gríðarlega svekktir og við bjuggumst ekki við þessu. Við náðum ekki að halda sama góða leik í seinni hálfleik eins og þeim fyrri," sagði Dunga sem er nú samningslaus og mun að öllum líkindum hætta með liðið. Julio Cesar markmaður var tárvotur í viðtali eftir leikinn. „Þetta er enginn heimsendir. Núna verðum við bara að halda haus. Pressan í Brasilíu var mikil og enginn bjóst við þessum úrslitum," sagði Cesar en margir leikmenn liðsins brustu í grát á vellinum. Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að liðið hefði getað tapað leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum. „Í hálfleik sagði ég við þá að þeir yrðu bara að spila sinn leik. Við urðum svo bara betri og betri eftir að við jöfnuðum," sagði þjálfarinn og sagði svo að Melo myndi skammast sín fyrir frammistöðuna.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira