Brasilíumenn kvöddu Suður-Afríku með tárum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. júlí 2010 06:30 AFP Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri, þar sem Maarten Stekelenburg varði meðal annars stórkostlega, náðu Brassar ekki að bæta við. Og það reyndist þeim dýrkeypt. Felipe Melo var skúrkurinn, hann byrjaði á því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Wesley Sneijder sem jafnaði leikinn fyrir Holland. Næst átti hann að dekka Sneijder í horni þar sem Hollendingurinn stangaði boltann inn eftir flotta útfærslu. Hann kórónaði svo ömurlegan leik sinn með því að traðka viljandi á Arjen Robben og fékk fyrir vikið rautt spjald. Hollendingar voru miklu betri í seinni hálfleiknum og áttu sigurinn skilinn. Brassarnir voru heillum horfnir og voru aldrei nálægt því að jafna leikinn. Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum. „Í hálfleiknum sögðum við allir við hver annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hver annan," sagði Sneijder. „Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder. Dunga viðurkennir að Brasilíumenn séu slegnir yfir tapinu. „Við erum allir gríðarlega svekktir og við bjuggumst ekki við þessu. Við náðum ekki að halda sama góða leik í seinni hálfleik eins og þeim fyrri," sagði Dunga sem er nú samningslaus og mun að öllum líkindum hætta með liðið. Julio Cesar markmaður var tárvotur í viðtali eftir leikinn. „Þetta er enginn heimsendir. Núna verðum við bara að halda haus. Pressan í Brasilíu var mikil og enginn bjóst við þessum úrslitum," sagði Cesar en margir leikmenn liðsins brustu í grát á vellinum. Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að liðið hefði getað tapað leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum. „Í hálfleik sagði ég við þá að þeir yrðu bara að spila sinn leik. Við urðum svo bara betri og betri eftir að við jöfnuðum," sagði þjálfarinn og sagði svo að Melo myndi skammast sín fyrir frammistöðuna. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Brasilíumenn voru slegnir eftir tapið gegn Hollandi í gær. Brassar sýndu frábæra takta í fyrri hálfleik og spiluðu sem heimsmeistarar væru. Sýndu sambatakta og voru óheppnir að skora ekki meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum. Robinho kom þeim yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri, þar sem Maarten Stekelenburg varði meðal annars stórkostlega, náðu Brassar ekki að bæta við. Og það reyndist þeim dýrkeypt. Felipe Melo var skúrkurinn, hann byrjaði á því að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Wesley Sneijder sem jafnaði leikinn fyrir Holland. Næst átti hann að dekka Sneijder í horni þar sem Hollendingurinn stangaði boltann inn eftir flotta útfærslu. Hann kórónaði svo ömurlegan leik sinn með því að traðka viljandi á Arjen Robben og fékk fyrir vikið rautt spjald. Hollendingar voru miklu betri í seinni hálfleiknum og áttu sigurinn skilinn. Brassarnir voru heillum horfnir og voru aldrei nálægt því að jafna leikinn. Sneijder var ánægður með baráttuna í Hollendingum. „Í hálfleiknum sögðum við allir við hver annan að við ætluðum að gefa algjörlega allt í leikinn, og það gerðum við. Við börðumst fyrir hver annan," sagði Sneijder. „Í seinni hálfleiknum settum við pressu á Brasilíumenn og að skora tvisvar var algjörlega frábært. Við erum komnir í fjögurra liða úrslit. Það er ekki annað hægt en að vera ánægður en á næstu dögum þurfum við að koma okkur niður á jörðina," sagði markaskorarinn Sneijder. Dunga viðurkennir að Brasilíumenn séu slegnir yfir tapinu. „Við erum allir gríðarlega svekktir og við bjuggumst ekki við þessu. Við náðum ekki að halda sama góða leik í seinni hálfleik eins og þeim fyrri," sagði Dunga sem er nú samningslaus og mun að öllum líkindum hætta með liðið. Julio Cesar markmaður var tárvotur í viðtali eftir leikinn. „Þetta er enginn heimsendir. Núna verðum við bara að halda haus. Pressan í Brasilíu var mikil og enginn bjóst við þessum úrslitum," sagði Cesar en margir leikmenn liðsins brustu í grát á vellinum. Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að liðið hefði getað tapað leiknum á fyrstu fimmtán mínútunum. „Í hálfleik sagði ég við þá að þeir yrðu bara að spila sinn leik. Við urðum svo bara betri og betri eftir að við jöfnuðum," sagði þjálfarinn og sagði svo að Melo myndi skammast sín fyrir frammistöðuna.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira