Fótbolti

Redknapp myndi ekki hafna enska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp segir að hann myndi ekki hafna tækifæri til að þjálfa enska landsliðið í framtíðinni ef það gefst.

Óvissa hefur verið um framtíð Fabio Capello landsliðsþjálfara eftir að enska landsliðið féll úr leik í 16-liða úrslitum á HM í Suður-Afríku.

„Enska knattspyrnusambandið er þegar með þjálfara og þar til að það breytist þýðir lítið að ræða þetta. En ég er Englendingur og hver vildi ekki gerast þjálfari enska landsliðsins?"

„Það er ekki til sá enski þjálfari, hvort sem það er ég, Roy Hodgson eða Sam Allardyce, sem myndi hafna því tækifæri að gerast þjálfari landsliðsins."

Redknapp segir einnig að það sé skrýtið að útlendingur sé nú landsliðsþjálfari. Capello er ítalskur og fyrir nokkrum árum var Svíinn Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari.

„Það er ekki hægt að ímynda sér að Englendingur verði einhvern tímann þjálfari ítalska landsliðsins. Það mun bara ekki gerast," sagði Redknapp. „Það sama má segja um þýska landsliðið. Við þurfum að fá einhvern frá Englandi til að stýra enska landsliðinu - þeir myndu ekki standa sig verr en þeir [Eriksson og Capello]."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×