Fótbolti

Engir aukabónusar fyrir Ghana

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn Ghana á æfingum.
Leikmenn Ghana á æfingum. AFP
Leikmenn Ghana fá enga bónusa fyrir að komast langt á HM. Þeir keppa í 8-liða úrslitunum við Úrugvæ á föstudag.

Það var forseti knattspyrnusambands þeirra sem greindi frá þessu en leikmenn Ghana fá greitt ákveðna upphæð.

"Við erum búnir að samþykkja ákveðna upphæð sem á að vera nóg til að hvetja leikmenn til að komast langt," sagði forsetinn.

Algengt er að leikmenn liðanna á HM fái bónusa eftir því sem lþeir komast lengra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×