Fótbolti

Maradona: Munum finna besta liðið til að sýna hæfileika okkar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Maradona er með þetta.
Maradona er með þetta. AFP
Diego Maradona segir að sínir menn verði klárir í stórleikinn í 8-liða úrslitunum þegar Argentína mætir Þýskalandi.

Maradona var ánægður með strákana sína eftir 3-1 sigurinn á Mexíkío.

"Við vitum að Þjóðverjar eru með betra lið en Mexíkó," sagði hinn eitursvali þjálfari og hélt áfram.

"Þjóðverjar spiluðu mjög opinn leik gegn Englandi og við verðum að skoða stöðuna fyrir leikinn og sjá hvernig við eigum að spila. Við þurfum að skoða standið á okkar mönnum og finna svo besta liðið til að sýna hvað í okkur býr," sagði Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×