Fótbolti

Stelpurnar unnu þriggja marka sigur í Króatíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir skoraði í sínum 98. landsleik fyrir Ísland.
Katrín Jónsdóttir skoraði í sínum 98. landsleik fyrir Ísland. Mynd/Ossi Ahola
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 3-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM í dag en leikurinn fór fram í Vrbovec í Króatíu. Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Logadóttir skoruðu mörk íslenska liðsins.

Katrín Jónsdóttir skoraði fyrsta markið eftir hornspyrnu í upphafi leiks og Margrét Lára Viðarssdóttir kom íslenska liðinu í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks. Edda Garðarsdóttir lagði upp bæði þessi mörk.

Varamaðurinn Rakel Logadóttir innsiglaði síðan sigurinn undir lok leiksins eftir sendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur.

Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð í riðlinum en Ísland er í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Frakkar sem hafa betri markatölu og eiga að auki leik á móti Norður-írlandi í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×