Enski boltinn

Markaveisla Gylfa er matnum hennar mömmu að þakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu með félögunum í Reading.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu með félögunum í Reading. Mynd/Nordicphotos/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson þakkaði matnum hennar mömmu fyrir markaveislu sína að undanförnu þegar hann var í viðtali við staðarblaðið Reading Post eftir bikarsigurinn á Burnley um helgina en Gylfi skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu.

Gylfi hefur skorað fimm af níu mörkum sínum síðasta einn og hálfan mánuð eða síðan að mamma hans kom út til hans. Gylfi er nýfluttur í eigin húsnæði í Reading en hann bjó áður með sóknarmanninum Simon Church.

„Mamma er ennþá hjá mér og maturinn hennar er miklu betri en hjá Church. Mamma og pabbi hafa verið hjá mér þar til fyrir jól og það er búiðað vera mjög skemmtilegt," segir Gylfi í viðtalinu.

„Íslenski maturinn er svo sem ekkert mikið öðruvísi en sá breski. Ég borða ekki lunda og þótt að sumir borði hákarl þá vil ég ekki sjá hann," segir Gylfi.

Viðtalið við Gylfa má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×