Fótbolti

Klose vill innleiða marklínutækni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miroslav Klose, leikmaður þýska landsliðsins.
Miroslav Klose, leikmaður þýska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
Miroslav Klose, leikmaður þýska landsliðsins, vill að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, notist við marklínutækni í leikjum sínum.

Þýskaland vann í fyrradag 4-1 sigur á Englandi í 16-liða úrslitum HM en í stöðunni 2-1 skoraði Frank Lampard mark fyrir England sem ekki fékk að standa. Boltinn skoppaði inn fyrir marklínuna en út úr markinu aftur. Dómararnir sáu það hins vegar ekki og því var ekkert mark dæmt.

„Tæknin er til staðar og því ekki að nota hana," sagði Klose. „Hvort sem það eigi að vera myndavélar á marklínunni eða örflögur í boltanum."

„Það er verið að nota sambærilega tækni í tennis og öðrum íþróttum. Því ekki í knattspyrnunni?"

Félagi hans í landsliðinu, Sami Khedira, segist þó vera ánægður með knattspyrnureglurnar eins og þær eru.

„SVona hlutir jafna sig alltaf út. Þetta er bara hluti af leiknum og þeim tilfinningum sem gera knattspyrnuna að þeirri íþrótt sem hún er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×