Skáld á jaðri jaðarskálda 15. desember 2010 00:01 Þröstur segir Jónas E. Svafár ávallt hafa verið hafðan úti á kanti, jafnvel meðal atómskáldanna sem áttu þó líka að heita úti á kanti hins íslenska bókmenntaheims. Fréttablaðið/Vilhelm Bókaforlagið Omdúrman gefur út í samvinnu við Listasafn Íslands bókina Jónas E. Svafár – ljóð og myndir. Þröstur Helgason ritstýrði verkinu um þennan sérstaka listamann. Í bókinni má finna heildarsafn ljóða og mynda Jónasar E. Svafár (1925-2004), meðal annars litprentaða, handgerða útgáfu að fyrstu ljóðabók Jónasar „Það blæðir úr morgunsárinu“. Auk þess að ritstýra bókinni ritar Þröstur Helgason formála að bókinni, sem og Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Jónas var af samferðamönnum sínum kallaður grallari, sérvitringur, gamansamur galgopi og hrekkjalómurinn með orðaleikina. Erindi hans var hins vegar skýrt, Jónas beindi spjótum sínum að yfirdrepsskap og heimsku valdhafa, stríðsrekstri og mannúðarskorti. Þröstur ritstýrði bókinni að umleitan Hjálmars Sveinssonar hjá Omdúrman. „Jónas E. Svafár er mjög spennandi höfundur,“ segir Þröstur, „og tímabært að dusta af honum rykið, hann var dálítið dottinn út úr samhengi.“ Þótt nafn Jónasar hafi ekki verið skráð með feitu letri á spjöld bókmenntasögunnar, telur Þröstur áhrif hans meiri en margan grunar. „Ég rek ákveðna slóð í formálanum,“ segir Þröstur. „Elías Mar sér til dæmis þráð í íslenskri ljóðlist allt frá Kvæðakveri Halldórs Laxness til ljóða Þórarins Eldjárns með viðkomu í Jónasi Svafár, Degi Sigurðarsyni og sjálfum sér. Ég held að það megi líka finna áhrif frá Jónasi og þeirri hefð sem hann stóð fyrir í fyrstu ljóðabókum Einars Más, sem birtist til dæmis í málnotkun, orðaleikjum og þessari „banal“ pólitísku nálgun á veruleikann. Síðan eru það yngri skáld á borð við Steinar Braga, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Eirík Örn Norðdahl. Ég held að áhrifa Jónasar gæti nokkuð í þeirra verkum.“ Jónas var sérstakur karakter og oft á skjön við sinn samtíma. Fyrir vikið hefur hann ekki verið metinn að verðleikum að mati Þrastar. „Það sýnir sig nokkuð skýrt þegar saga mannsins er skoðuð og viðtökurnar við bókum hans. Hann var alveg úti á jaðrinum í hinum íslenska bókmenntaheimi; meira að segja atómskáldin, sem voru þá á jaðrinum settu hann út á kant. Sjálfsagt fannst þeim hann skrítinn og bernskur. En þegar maður rýnir í verk hans í ljósi þess sem var að gerast í alþjóðlegri ljóðlist og myndlist, hann teiknaði jú líka, virðist Jónas hafa verið í samræðu við það sem var að gerast ytra í þessum efnum.“ bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Bókaforlagið Omdúrman gefur út í samvinnu við Listasafn Íslands bókina Jónas E. Svafár – ljóð og myndir. Þröstur Helgason ritstýrði verkinu um þennan sérstaka listamann. Í bókinni má finna heildarsafn ljóða og mynda Jónasar E. Svafár (1925-2004), meðal annars litprentaða, handgerða útgáfu að fyrstu ljóðabók Jónasar „Það blæðir úr morgunsárinu“. Auk þess að ritstýra bókinni ritar Þröstur Helgason formála að bókinni, sem og Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður. Jónas var af samferðamönnum sínum kallaður grallari, sérvitringur, gamansamur galgopi og hrekkjalómurinn með orðaleikina. Erindi hans var hins vegar skýrt, Jónas beindi spjótum sínum að yfirdrepsskap og heimsku valdhafa, stríðsrekstri og mannúðarskorti. Þröstur ritstýrði bókinni að umleitan Hjálmars Sveinssonar hjá Omdúrman. „Jónas E. Svafár er mjög spennandi höfundur,“ segir Þröstur, „og tímabært að dusta af honum rykið, hann var dálítið dottinn út úr samhengi.“ Þótt nafn Jónasar hafi ekki verið skráð með feitu letri á spjöld bókmenntasögunnar, telur Þröstur áhrif hans meiri en margan grunar. „Ég rek ákveðna slóð í formálanum,“ segir Þröstur. „Elías Mar sér til dæmis þráð í íslenskri ljóðlist allt frá Kvæðakveri Halldórs Laxness til ljóða Þórarins Eldjárns með viðkomu í Jónasi Svafár, Degi Sigurðarsyni og sjálfum sér. Ég held að það megi líka finna áhrif frá Jónasi og þeirri hefð sem hann stóð fyrir í fyrstu ljóðabókum Einars Más, sem birtist til dæmis í málnotkun, orðaleikjum og þessari „banal“ pólitísku nálgun á veruleikann. Síðan eru það yngri skáld á borð við Steinar Braga, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Eirík Örn Norðdahl. Ég held að áhrifa Jónasar gæti nokkuð í þeirra verkum.“ Jónas var sérstakur karakter og oft á skjön við sinn samtíma. Fyrir vikið hefur hann ekki verið metinn að verðleikum að mati Þrastar. „Það sýnir sig nokkuð skýrt þegar saga mannsins er skoðuð og viðtökurnar við bókum hans. Hann var alveg úti á jaðrinum í hinum íslenska bókmenntaheimi; meira að segja atómskáldin, sem voru þá á jaðrinum settu hann út á kant. Sjálfsagt fannst þeim hann skrítinn og bernskur. En þegar maður rýnir í verk hans í ljósi þess sem var að gerast í alþjóðlegri ljóðlist og myndlist, hann teiknaði jú líka, virðist Jónas hafa verið í samræðu við það sem var að gerast ytra í þessum efnum.“ bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira