Fótbolti

Tabarez: Markið þeirra kveikti í okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, var að vonum himinlifandi eftir að hans menn tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum HM með sigri á Norður-Kóreu.

"Þetta var virkilega erfiður leikur og sigurinn var því enn ánægjulegri. Þeir komu okkur á óvart með leik sínum. Markið þeirra var lykillinn að okkar sigri því markið kveikti í okkur. Við sýndum mikil gæði á lokamínútunum og Suarez skoraði tvö frábær mörk," sagði Tabarez sem talaði af virðingu um andstæðinginn.

"Kóreumennirnir spiluðu frábærlega en heppnin var líklega á okkar bandi. Svona er fótboltinn. Þessi leikur staðfesti að fótboltinn er að verða betri alls staðar í heiminum. Suður-Kórea er líklega besta liðið frá Asíu í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×