Þjálfari Portúgals ósáttur með að Drogba fékk að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2010 19:30 Didier Drogba undirbýr sig undir að koma inn á völlinn á móti Portúgal. Mynd/AP Carlos Queiroz, þjálfari Portúgals, var ósáttur með að Didier Drogba fengi að spila með Fílabeinsströndinni í markalausu jafntefli á móti Portúgal á HM í Suður-Afríku í dag. Drogba fékk leyfi frá FIFA rétt fyrir leikinn til að spila með sérstakar umbúðir til að verja höndina sem brotnaði í síðasta undirbúningsleik Fílabeinsstrandarinnar fyrir keppnina en sá leikur var gegn Japan og fór fram 4. júní. Dómari leiksins skoðaði þessa sérhönnuðu hlíf Drogba fyrir leik og gaf honum leyfi til að spila með hana. Carlos Queiroz segir að dómarinn hafi ekki getað annað vegna mikillar pressu frá FIFA á að leyfi einni stærstu fótboltastjörnu Afríku að vera með. „Fulltrúar FIFA ákváðu að dómarinn réði þessu. Það er svolítið skrýtið því samkvæmt reglum þá mega leikmenn ekki spila með armbönd eða aðrar slíka fylgihluti. Ég vil að reglurnar séu eins fyrir alla," sagði Carlos Queiroz eftir leikinn. FIFA gaf það út að dómarinn Jorge Larrionda frá Úrúgvæ og aðstoðarmenn hans hafi verið þess fullvissir að umbúðir Didier Drogba sköpuðu enga hættu fyrir aðra leikmenn á vellinum. Drogba kom inn fyrir félaga sinn hjá Chelsea, Salomon Kalou, þegar 65 mínútur voru liðnar af leiknum en komst ekki mikið inn í leikinn. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Carlos Queiroz, þjálfari Portúgals, var ósáttur með að Didier Drogba fengi að spila með Fílabeinsströndinni í markalausu jafntefli á móti Portúgal á HM í Suður-Afríku í dag. Drogba fékk leyfi frá FIFA rétt fyrir leikinn til að spila með sérstakar umbúðir til að verja höndina sem brotnaði í síðasta undirbúningsleik Fílabeinsstrandarinnar fyrir keppnina en sá leikur var gegn Japan og fór fram 4. júní. Dómari leiksins skoðaði þessa sérhönnuðu hlíf Drogba fyrir leik og gaf honum leyfi til að spila með hana. Carlos Queiroz segir að dómarinn hafi ekki getað annað vegna mikillar pressu frá FIFA á að leyfi einni stærstu fótboltastjörnu Afríku að vera með. „Fulltrúar FIFA ákváðu að dómarinn réði þessu. Það er svolítið skrýtið því samkvæmt reglum þá mega leikmenn ekki spila með armbönd eða aðrar slíka fylgihluti. Ég vil að reglurnar séu eins fyrir alla," sagði Carlos Queiroz eftir leikinn. FIFA gaf það út að dómarinn Jorge Larrionda frá Úrúgvæ og aðstoðarmenn hans hafi verið þess fullvissir að umbúðir Didier Drogba sköpuðu enga hættu fyrir aðra leikmenn á vellinum. Drogba kom inn fyrir félaga sinn hjá Chelsea, Salomon Kalou, þegar 65 mínútur voru liðnar af leiknum en komst ekki mikið inn í leikinn.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira