Lífið

Sumir komast upp með að sitja fyrir allsberir

MYNDIR/Reebok
MYNDIR/Reebok

Danska fyrirsætan Helena Christensen situr fyrir kviknakin, eins og meðfylgjandi myndir sýna, klædd í EasyTone strigaskó í auglýsingaherferð Reebok. Ekki nóg með að Helena lofi strigaskóna heldur stillir hún sér upp í engu eins og ekkert sé eðlilegra.

Fyrirsætan lét hafa eftir sér: „Ég er óþolinmóð og þegar ég prófa eitthvað nýtt vil ég sjá afraksturinn strax. Ég fann að þessir skór virkuðu um leið og því hélt ég áfram að nota þá."

Loftpúðarnir í sólunum á þessum skóm eru afrakstur ítarlegrar rannsóknavinnu. Þeir byggja á sérstakri Moving Air tækni sem er náskyld tækninni á bak við Pilates æfingaboltana.

Loft flæðir milli púða í sólanum svo að þegar skórnir eru notaðir er eins og stöðugt sé verið að gera jafnvægisæfingar. Jafnvægisæfingar styrkja djúplæga kvið- og bakvöðva sem gerir það að verkum að bakverkir geta minnkað. Skórnir eru ætlaðir til daglegra nota, hvort sem er í vinnu, skóla eða göngutúra. Þeir henta sérstaklega vel fyrir þá sem þurfa að standa mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.