Winston Reid, leikmaður Midtjylland í Danmörku, var hetja Ný-Sjálendinga sem gerðu 1-1 jafntefli við Slóvaka í fyrsta leik dagsins á HM. Markið kom í uppbótartíma.
Reid þessi hefur spilað með unglingalandsliðum Dana og gaf aðeins kost á sér í landsliðið fyrir skemmstu í beinni útsendingu í útvarpsviðtali.
Hann skoraði flott skallamark á 93. mínútu og fékk gult spjald fyrir að fara úr að ofan í fagnaðarlátunum.
Robert Vittek kom Slóvökum yfir eftir markalausan fyrri hálfleik en niðurstaðan var 1-1 jafntefli þar sem fátt var um fína drætti.
Myndband af markinu má sjá á Vísi hér, líkt og öllum öðrum mörkum í keppninni.
Nýja-Sjáland jafnaði í uppbótartíma - Myndband
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn




Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn