Enski boltinn

Wilshere byrjar ekki hjá Arsenal og Gallas fyrirliði Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
William Gallas ber fyrirliðaband Tottenham í dag.
William Gallas ber fyrirliðaband Tottenham í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir Norður-London slaginn sem hefst á Emirates klukkan 12.45.

Jack Wilshere hefur verið að glíma við meiðsli og er ekki í byrjunarlliði Arsenal en Laurent Koscielny snýr til baka í miðja vörnina eftir leikbann. Robin van Persie og Theo Walcott eru með Wilshere á bekknum.

William Gallas er í byrjunarliði Tottenham á móti sínum gömlu félögum og það sem meira er að hann mun bera fyrirliðabandið í endurkomu sinni á Emirates. Peter Crouch og Jermaine Defoe eru báðir á bekknum hjá Spurs.

Byrjunarliðin í leiknum:

Arsenal: Fabianski, Sagna, Squillaci, Koscielny, Clichy, Song, Denilson, Nasri, Fabregas, Arshavin, Chamakh.

Varamenn: Szczesny, Rosicky, van Persie, Walcott, Wilshere, Djourou, Eboue.



Tottenham:
Gomes, Hutton, Gallas, Kaboul, Assou-Ekotto, Lennon, Jenas, Modric, Bale, Van der Vaart, Pavlyuchenko.

Varamenn: Cudicini, Bentley, Palacios, Crouch, Defoe, Bassong, Corluka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×