Enski boltinn

Hólmar Örn lánaður til Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson fagnar marki með íslenska U-21 landsliðinu.
Hólmar Örn Eyjólfsson fagnar marki með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/Stefán

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið lánaður til belgíska úrvalsdeildarfélagsins KSV Roeselare frá West Ham í Englandi.

Lánssamningurinn gildir til loka núverandi leiktíðar en þetta kemur fram á heimasíðu belgíska félagsins.

Hólmar Örn fór til West Ham frá HK sumarið 2008 en hefur ekki fengið að spila með aðalliðinu enn. Hann var lánaður til Cheltenham í ensku D-deildinni í haust.

Með Roeselare leikur nú félagi Hólmars Arnar í U-21 landsliðinu, Bjarni Þór Viðarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×