Fótbolti

Mourinho: Hélt að ég væri að fara að tapa fyrsta heimaleiknum í átta ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Inter.
Jose Mourinho, stjóri Inter. Nordic Photos / Getty Images

Jose Mourinho sagði eftir leik sinna manna gegn Inter í gær að hann hafi um tíma haldið að hann væri að fara að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í átta ár.

Mourinho þjálfaði áður Porto og Chelsea með góðum árangri og hafa hans lið ávallt verið afar sterk á heimavelli.

Í gær mætti Inter liði Siena og var 3-2 undir þar til skammt var til leiksloka. Þá skoraði Inter tvívegis og tryggði sér 4-3 sigur.

„Ég ræddi við [Alberto] Melasani [þjálfara Siena] eftir leikinn. Annar okkar var mjög glaður þar sem sá hinn sami var mjög ánægður með að vinna leik sem virtist tapaður en hinn að sama skapi afar fúll með að tapa leik þar sem liðið spilaði mjög vel," sagði Mourinho.

„Í stöðunni 3-2 var ég að velta fyrir mér hvort fyrsta heimatap mitt í átta ár væri á leiðinni. Ég hugsaði með mér að það væri sárabót að það væri gegn þjálfara sem mér líkaði við."

„En ég verð þó að segja að mínir menn sýndu mikinn karakter með því að snúa leiknum sér í hag eins og þeir gerðu. Ég vorkenni Siena mikið því liðið átti ekki skilið að tapa. En stundum gerist svona lagað í knattspyrnunni."


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.