Lífið

Finnst ævisaga Keiths leiðinleg

Jagger og Richards eru félagar þrátt fyrir að þeir skjóti hvor á annan. Nordicphotos/afp
Jagger og Richards eru félagar þrátt fyrir að þeir skjóti hvor á annan. Nordicphotos/afp
Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones, segir að sjálfsævisaga gítarleikarans Keiths Richards, Life, sé leiðinleg og að hann myndi aldrei skrifa sögu í svipuðum dúr.

„Mér finnst þetta frekar leiðinleg upprifjun á fortíðinni. Oftast gerir fólk þetta fyrir peninginn,“ sagði Jagger í viðtali við New York Times. Spurður um möguleika á eigin ævisögðu sagði hann: „Ég vil ekki enda upp eins og einhver gamall fótboltakappi á barnum sem talar um sendinguna sem hann átti í bikarúrslitaleiknum árið 1964.“

Richards gagnrýnir Jagger í bókinni og segir hann afar stjórnsaman. Einnig segir hann getnaðarlim söngvarans lítinn. Þrátt fyrir skotin sem hafa fokið á milli þeirra segjast þeir báðir vinna vel saman og vera góðir vinir. Búist er við því að Stones fari í nýja tónleikaferð um heiminn á næsta eða þarnæsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.