Fótbolti

Terry: Dauðaþögn í búningsklefanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry, til hægri, í leiknum í gær.
John Terry, til hægri, í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP
John Terry greindi frá því að það hefði verið dauðaþögn í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið fyrir Þýskalandi í gær.

Þýskaland vann England í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku í gær, 4-1. Það var stærsta tap Englands í úrslitakeppni stórmóts frá upphafi.

„Við vorum algerlega tómir. Það sagði enginn neitt og í raun bara þögn í klefanum," sagði Terry.

„Okkur fannst við eiga góðan möguleika á að ná einhverjum árangri þegar við komum til Suður-Afríku. Þess vegna eru vonbrigðin svona mikil. Við vorum fullir sjálfstrausts fyrirfram."

„Við gáfum allt sem við áttum í þetta. Það er ekkert sem neinn annar hefði getað gert. Við gerðum okkar besta en það var líklega betra lið sem vann okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×