Lífið

Frikki Weiss með fjögurra metra jólatré

Friðrik Weisshappel er mikill jólatréskarl en þessi árátta fór hins vegar aðeins úr böndunum á dögunum þegar hann dró heim fjögurra metra hátt jólatré sem nú gnæfir yfir öllu í íbúðinni í Kaupmannahöfn.
Friðrik Weisshappel er mikill jólatréskarl en þessi árátta fór hins vegar aðeins úr böndunum á dögunum þegar hann dró heim fjögurra metra hátt jólatré sem nú gnæfir yfir öllu í íbúðinni í Kaupmannahöfn.
„Ég er að drepast í bakinu enda þurfti ég að fá hjálp frá tveimur nágrönnum mínum til að bera tréð upp fjórar hæðir,“ segir veitingamaðurinn Friðrik Weisshappel. Stofa Friðriks í Kaupmannahöfn skartar nú rúmlega fjögurra metra háu jólatré sem nær upp á milli tveggja hæða. „Ég hló bara svona geðveikislegum hlátri þegar tréð var komið og hugsaði með sjálfum mér hvort það væri ekki einhver keppni sem ég gæti unnið eins og hver væri með hæsta jólatréið heima hjá sér,“ heldur Friðrik áfram. Hann reif síðan upp málbandið og mældi tréð sem reyndist vera fjórir metrar og tuttugu sentimetrum betur.

Og það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Friðrik fór ásamt allri fjölskyldunni og sagaði tréð niður sjálfur. „Þetta leit ekki út fyrir að vera svona stórt þegar maður sá það með öllum hinum trjánum. En ég hefði kannski átt að fatta þetta þegar einn af skógavörðunum spurði hvort ég ætlaði að sjá um jólatréð fyrir miðborg Kaupmannahafnar.“

Og jólatréð er alls ekkert venjulegt því það er með þrjá toppa og er frekar út úr kú. „Ég er með þá fílósófíu að fá mér alltaf asnalegasta jólatréð og þetta var það skrýtnasta á svæðinu.“ - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.