Lífið

Jólafögnuður Kimi í kvöld

Útgáfufélagið Kimi Records heldur jóla- og útgáfufögnuð í kvöld með tónleikum á Bakkusi. Hljómsveitirnar sem koma fram hafa allar gefið út efni á árinu hjá útgáfunni.

Fram koma The Heavy Experience, Kimono, Miri (dj-sett), Orphic Oxtra, Prinspóló, Retro Stefson, Reykjavík!, Stafrænn Hákon og Sudden Weather Change.

Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast hálftíma síðar. Kimi Records verður með plötur hljómsveitanna til sölu á staðnum á góðu verði ásamt öðrum varningi tengdum hljómsveitunum.

Plakat kvöldsins.

Kimi Records hefur á árinu gefið út tíu breiðskífur, tvær stuttskífur og tvær smáskífur sem hafa fengið góðar viðtökur.

Einnig hefur undirfélag Kimi, Brak hljómplötur, gefið út níu plötur.

Á nýju ári eru margar útgáfur fram undan hjá Kimi, þar á meðal nýjar plötur með Sin Fang, Sudden Weather Change og Reykjavík!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.