Lífið

Treysti sér alveg til að fara í upplestrarferð um Þýskaland

Óskar Hrafn lét sig aldei dreyma um að Matröð millanna ætti eftir að verða þýdd á erlent tungumál en nú er það staðreynd, þýska forlagið Aufbau hyggst gefa bókina hans út 2012.
Óskar Hrafn lét sig aldei dreyma um að Matröð millanna ætti eftir að verða þýdd á erlent tungumál en nú er það staðreynd, þýska forlagið Aufbau hyggst gefa bókina hans út 2012.

„Þetta verður ein af sprengjum ársins 2012," segir Andreas Paschedag, útgáfustjóri þýska forlagsins Aufbau. Hann hefur samið við Forlagið um útgáfurétt á spennusögunni Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóra Fréttatímans og fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir mikinn áhuga hafa verið á bókinni eins og komið hafi fram í fjölmiðlum en að endingu hafi það verið Aufbau sem hreppti hnossið.

„Þetta er fínt forlag sem gefur út Tolstoi, Kafka og H.C. Andersen en Matröð millanna er, skilst mér, fyrsti skandinavíski tryllirinn sem það gefur út," segir Egill.

Höfundurinn sjálfur var í skýjunum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann vildi ekki gefa upp hversu mikils virði samningurinn væri í krónum talið en hann væri „ljómandi fínn," eins og hann komst sjálfur að orði.

„Ég hef ekkert sérstaklega mikinn samanburð, þetta er náttúrulega minn fyrsti samningur og ég var ekkert að fara setja mig í neinar stellingar." Óskar hefur ekki hugmynd um hvað gerist næst, hvort hann þurfi að dusta rykið af menntaskólaþýskunni sem hann stóðst í MR á sínum tíma þrátt fyrir að hafa lent upp á kant við þýskukennarann á útskrifarárinu eftir að hann stofnaði spilaklúbb undir nafninu „Ekki-mæta-í-þýsku". „En ég treysti mér alveg til að fara í upplestrarferð um Þýskaland og lesa upp á þýsku."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.