Erlent

Þýska ríkisstjórnin fékk skell

Angela Merkel og Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálslyndra demókrata.
Angela Merkel og Guido Westerwelle, leiðtogi Frjálslyndra demókrata. Mynd/AP
Ríkisstjórn Angelu Merkel hefur ekki lengur hreinan meirihluta í efri deild þýska þingsins. Flokkur hennar fékk mikinn skell í fylkiskosningum sem fram fóru í gær.

Kosið var í Nordrhein-Westfalen og benda útgönguspár til þess að Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands, tapi miklu fylgi og fái rúmlega 34% atkvæða eða um 10% minna en í síðustu kosningum. Samstarfsflokkurinn, Frjálslyndir demókratar, fá tæp 7% og þar með missir ríkisstjórnin nauman meirihluta sinn í efri deild þýska þingsins. Þetta þýðir að mun erfiðara verður fyrir stjórnina að koma málum í gegnum þingið en nokkrir mánuðir eru frá því ríksstjórnin var mynduð.

Merkel tók virkan þátt í kosningabaráttunni þar sem hart var sótt að henni meðal annars vegna umdeildrar lánsáætlunar fyrir Grikkland. Stjórnmálaskýrendur segja ljóst að almenningur hafi viljað senda ríkisstjórninni skýr skilaboð og þá einkum vegna aðkomu hennar að björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna fyrir Grikki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×