Íslenska 21 árs landsliðið dróst í dag í riðil með Dönum, Svisslendingum og Hvít Rússum í úrslitakeppni EM sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikir Íslands fara fram í Álaborg og Árósum en leikjadagskráin er tilbúin.
Ísland mætir Hvít-Rússum í fyrsta leik sem fram fer laugardaginn 11. juní í Árósum. Þremur dögum seinna mætir íslenska liðið Sviss í Álaborg og lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan á móti gestgjöfum Dana í Álaborg laugardaginn 18. júní.
Í B riðli leika: Tékkland, England, Spánn og Úkraína og fara leikir þess riðils fram í Viborg og Herning.
Mæta Hvít-Rússum í fyrsta leik í Árósum - leikjadagskráin tilbúin

Tengdar fréttir

Ísland í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi
Ísland verður í riðli með Danmörku, Sviss og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í Danmörku næsta sumar.

Formaður KSÍ: Erum nokkuð heppnir
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í dag.