Vilja samkeppni í sölu metans 14. september 2010 06:00 Við metanbíl Dofri Hermannsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur sagt skilið við vettvang stjórnmálanna og vinnur nú að því að koma upp afgreiðslustöðvum og aukinni framleiðslu á metangasi fyrir bifreiðar. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká
Fréttir Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira