Lífið

Sögur frá djassara

ingvi þór kormáksson Hefur gefið út smásagnasafnið Raddir úr fjarlægð.
ingvi þór kormáksson Hefur gefið út smásagnasafnið Raddir úr fjarlægð.
Ingvi Þór Kormáksson, meðlimur djass- og blússveitarinnar JJ Soul Band, hefur gefið út smásagnasafnið Raddir úr fjarlægð.

Á síðasta ári vann hann Gaddakylfuna fyrir bestu glæpasmásöguna og ákvað í framhaldinu að kíkja ofan í skúffuna hjá sér. „Ég sá að ég var með sögur sem pössuðu fyrir eitt stykki smásagnasafn og lét til skarar skríða,“ segir Ingvi Þór. Helmingurinn er skáldaðar sögur á meðan annað tengist ævi hans, þar sem tónlist kemur við sögu. „Þetta eru gamansögur með óvæntum endi. Þær eru skrifaðar til að skemmta sjálfum mér og geta hugsanlega skemmt öðrum í leiðinni,“ segir hann.

Ein sagan fjallar um poppara sem tekur þátt í úrslitum Eurovision án þess að undankeppni fari fram hér heima. Sjálfur á Ingvi Þór lag í Eurovision á næsta ári og er það í fimmta sinn sem hann tekur þátt í keppninni. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.