Fótbolti

Portsmouth vill fá sína menn heim ef öryggi þeirra er ekki tryggt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nwankwo Kanu spilar með landsliði Nígeríu.
Nwankwo Kanu spilar með landsliði Nígeríu. Mynd/AFP
Enska liðið Portsmouth varð í kvöld fyrsta félagið til að stíga fram og heimta að afrískir leikmenn sínir verði kallaðir heim frá Afríkukeppninni sé öryggi þeirra ekki tryggt á meðan keppninni í Angóla stendur. Þetta kemur í kjölfar skotárásar á rútu Tógó-liðsins í dag.

Enginn leikmaður Portsmouth spilar með Tógó en liðið er með Nwankwo Kanu hjá Nigeríu, Aruna Dindane hjá Fílabeinsströndinni og þá Nadir Belhadj og Hassan Yebda í landsliði Alsír.

Gary Double, talsmaður Portsmouth, sagði félagið hafa krafist þess að enska knattspyrnusambandið leitaði eftir tryggingar frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að óhætt væri fyrir leikmenn að dvelja í Angóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×