Fótbolti

Ítalir komnir heim með öngulinn í rassinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cannavaro var ömurlegur á HM og var hálflúpulegur við heimkomuna.
Cannavaro var ömurlegur á HM og var hálflúpulegur við heimkomuna.

Um 100 stuðningsmenn ítalska landsliðsins tóku á móti liðinu er það kom heim eftir sneypuför til Suður-Afríku. Stemningin var aðeins önnur fyrir fjórum árum síðan er þúsundir manna tóku á móti þá nýkrýndum heimsmeisturum.

Þessir 100 stuðningsmenn voru ekki mættir til þess að klappa liðinu á bakið heldur til þess að láta leikmenn heyra það. Ítalía vann ekki leik á HM og hafnaði í neðsta sæti síns riðils.

"Það eru allir mjög sárir. Það er skiljanlegt og við höfum beðið stuðningsmenn okkar afsökunar. Við verðum að byggja okkur upp á nýjan leik," sagði landsliðsmaðurinn Fabio Quagliarella.

Cesare Prandelli tekur við landsliðinu af Marcello Lippi um mánaðarmótin og hans bíður mikið verk að koma ítalska liðinu aftur á meðal þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×