Fótbolti

Alfreð seldur til Lokeren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Anton

Belgíska úrvalsdeildarfélagið Lokeren hefur fest kaup á Alfreði Finnbogasyni, leikmanni ársins í Pepsi-deild karla á nýliðinni leiktíð.

Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Alfreðs, í samtali við Vísi.

Alfreð á nú eftir að semja um kaup og kjör við félagið og gangast undir læknisskoðun.

Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn hafa spilað með Lokeren í gegnum tíðina, til að mynda Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarson, Marel Baldvinsson og Arnar Þór Viðarsson.

Alfreð varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar og varð markahæsti leikmaður mótsins með fjórtán mörk ásamt tveimur öðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×