Lífið

Eva Mendes vildi verða nunna

Eva Mendes vildi verða nunna sem barn en hætti við þegar hún komst að því að nunnur fá engin laun.
Eva Mendes vildi verða nunna sem barn en hætti við þegar hún komst að því að nunnur fá engin laun.

Stærsti draumur Evu Mendes sem barn var að verða nunna svo hún gæti keypt hús handa móður sinni. Leikkonan vildi helga líf sitt kaþólsku kirkjunni en henni snerist hugur þegar hún komst að því að nunnur fengu ekki greitt fyrir starf sitt.

„Það voru ekki til miklir peningar þegar ég var að alast upp en ég sagði við mömmu að ég ætlaði að kaupa handa henni hús og bíl þegar ég yrði eldri. Systir mín spurði mig svo einn daginn, „Hvernig ætlarðu að fara að því að kaupa þessa hluti? Þú ætlar þér að verða nunna og þær fá ekkert borgað,“ og það var til þess að ég gaf drauminn upp á bátinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.