Lífið

Suede í stórri höll

Bresku poppararnir spiluðu í O2-höllinni í London fyrir skömmu.
Bresku poppararnir spiluðu í O2-höllinni í London fyrir skömmu.
Breska poppsveitin Suede, sem kom nýlega saman eftir nokkurra ára hlé, spilaði á sínum stærstu tónleikum innandyra til þessa á þriðjudagskvöld.

Tónleikarnir voru haldnir í O2-höllinni í London, sem tekur ríflega tuttugu þúsund áhorfendur. Þar spiluðu strákarnir öll sín bestu lög, þar á meðal Animal Nitrate, Trash og Beautiful Ones. „Þakka ykkur fyrir. Þetta hefur verið yndislegt kvöld og það er alltaf gaman að spila í London. Kannski sjáið þið okkur aftur einhvern tímann,“ sagði söngvarinn Brett Anderson eftir að lokalagið Saturday Night var búið.

Suede fór í stutta tónleikaferð um Evrópu áður en kom að tónleikunum í O2-höllinni sem heppnuðust mjög vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.