Enski boltinn

Benitez er ekki að fara neitt og byrjaður að undirbúa leikmannakaup

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / AFP
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki vera á förum frá Liverpool og hann er þegar byrjaður að undirbúa leikmannakaup félagsins í sumar.

Benitez skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool í sumar og er ekki á þeim buxunum að fara neitt þrátt fyrir slakt gengi liðsins á fyrri hluta tímabilsins.

„Þegar ég ákvað að skrifa undir nýjan samning var það vegna þess að ég vildi vera hér áfram. Ég gaf þeim loforð mitt og ég vil berjast áfram. Ég mun berjast áfram allt til loka," sagði Benitez.

„Við verðum að gera það sem er best fyrir félagið og það þýðir að taka raunveruleikanum eins og hann er og gera okkar besta."

„Við höfum fólk sem er að skoða leikmenn víða. Við munum reyna að gera eitthvað í leikmannamálunum en við verðum líka að hugsa til framtíðar. Við munum reyna að styrkja leikmannahópinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×