Innlent

Vinsamlegur fundur með samgönguráðherra

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Þetta var vinsamlegur fundur. Við ræddum við ráðherrann og upplýstum hann um stöðu mála. Nú ræða fulltrúar Icelandair við hann," segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sem fundaði með Kristjáni Möller, samgönguráðherra, fyrr í dag um stöðu mála í kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Verkfall þeirra hefst næstkomandi mánudag hafi samningar ekki tekist.

Samgönguráðherra hefur ekkert gefið uppi um hvort til greina komið að setja lög á verkfall flugvirkja. Hann var tilbúinn með lagafrumvarp gegn aðgerðum flugumferðarstjóra í síðustu viku.

Kristján segir að hugsanleg lagasetning hafi ekki borið á góma á fundinum. Viðræðum flugvirkja og viðsemjenda þeirra haldi áfram hjá Ríkissáttasemjara á eftir en samningsaðilar komu saman klukkan 10:30 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×