Lífið

Björk söng fyrir McQueen

Björk og Alexander McQueen voru miklir vinir og Björk er talin eiga mesta heiðurinn af því að hafa komið fatahönnuðinum á framfæri við umheiminn. Hún söng í minningarathöfn McQueens sem fór fram fyrr á þessu ári.
NordicPhotos/Getty
Björk og Alexander McQueen voru miklir vinir og Björk er talin eiga mesta heiðurinn af því að hafa komið fatahönnuðinum á framfæri við umheiminn. Hún söng í minningarathöfn McQueens sem fór fram fyrr á þessu ári. NordicPhotos/Getty
Fatahönnuðurinn Alexander McQueen fékk heiðursverðlaun á bresku tískuverðlaununum á þriðjudagskvöldið en hann féll fyrir eigin hendi fyrr á þessu ári. Hans var sérstaklega minnst á hátíðinni og sýnd var stuttmynd eftir ljósmyndarann Nick Knight sem var einn nánasti vinur og samstarfs­félagi McQueens. Þar mátti heyra nýtt lag eftir Björk Guðmundsdóttur en almennt er talið að Björk eigi heiðurinn af því að hafa komið McQueen á framfæri við umheiminn.

Björk nýtti sér frumlega hönnun hans og með þeim myndaðist mikill vinskapur. Hún söng meðal annars við minningarathöfnina sem fram fór í kirkju heilags Páls 20. september síðastliðinn og fjölmiðlar biðu eftir því að hún tjáði sig um sviplegt fráfall McQueens.

Í viðtali við Pitchfork-vefinn fyrir skemmstu upplýsti Björk að nýtt efni væri væntanlegt frá henni á næstunni en íslenska söngkonan mun meðal annars syngja titillagið í nýrri Múmínálfamynd. Hægt er að nálgast lagið og stuttmyndina inni á vefnum showstudio.com.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.